Bjorg
Midgard

,,South Iceland Adventure sem nú hefur fengið nafnið Midgard Adventure naut aðstoðar Podium við framkvæmd kynningar- og ímyndarverkefnis sumarið 2014. Verkefnið var nokkuð afmarkað en byggði á  samstarfi nokkurra aðila. South Iceland Adventure átti að halda utan um  skipulagningu verkefnisins og samstarfsins og þar var það okkar lán að fá Podium til  verksins. Eva setti upp vel skilgreinda samskiptaáætlun sem auðvelt var að fylgja eftir og skilaði góðri samantekt að verkefninu loknu. Verkefnið skilaði fyrirtækinu margfalt meiru en við áttum von á. Þegar ég kynni mig fyrir fólki þá er ekki  óalgengt, jafnvel einu ári eftir átakið, að fólk segi “já ég las viðtalið við þig og/eða “ég  hlustaði á viðtalið við þig” og/eða “ég sá þig í sjónvarpinu”. Ekki amalegt það. Ég veit  að ég á eftir að nýta mér þjónustu Podium aftur.

Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri South Iceland Adventures.

Greta Salóme Stefánsdóttir

,,Ég erGASSI búin að vera hjá Podium núna í nokkurn tíma og sérstaklega þá mánuði þegar ég var á samningi hjá Disney. Það að vera hjá Podium hefur skipt sköpum fyrir mig! Ég hef getað verið mikið fjarverandi og hvílt í því trausti að þau sjá um hlutina fyrir mig á meðan heima. Þjónustan er alltaf sérsniðin og persónuleg og ég veit alltaf að ég er í góðum höndum. Mæli 100% með Podium bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki!!! Takk fyrir mig Podium!

Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarmaður.

DH Samskipti

,,Ráðgjafi frá PodiuDSC_0328m aðstoðaði okkur við undirbúning að hönnun og uppsetningu á bás fyrir umfangsmikla sýningu á UT messunni. Fyrirtækið mótaði einnig með okkur samskiptastefnu fyrir fyrirtækið á meðan á sýningunni stóð sem skilaði okkur góðum sýnileika,”

Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta, sem á og rekur Pyngjuna.

Strategia

image005„Eva Magnúsdóttir hjá Podium ehf. sá um undirbúning og skipulag á ráðstefnunni sem haldin var á Strategíudaginn 2015. Eva fylgdi vel á eftir því tímaplani sem lagt var upp með í upphafi og hélt okkur við efnið. Undirbúningur og skipulagning vegna fjölmiðlaumfjöllunar var mjög góður sem skilaði sér í útbreiddri umfjöllun á hinum ýmsu miðlum, hvort heldur um almenna fjölmiðla eða félagsmiðla var að ræða.“

Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu.