Samfélagsábyrgð

IMG_0964

Podium ehf. gekk í Festu á árinu en Festa er þekkingarmiðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Podium hefur sett sér það markmið að hafa áhrif á fyrirtæki með því að benda þeim á leiðir til þess að auka meðvitund um ábyrgð sína í samfélaginu. Með inngöngu sinni í Festu tekur Podium þátt í mótun samfélagsábyrgðar á Íslandi, eykur við tengslanet sitt og þekkingu auk þess að fá aðgengi að hagnýtum aðferðum og helstu rannsóknum í sviði samfélagsábyrgðar. Podium notar viðurkenndar aðferðir við mótun á samfélagsstefnu og aðstoðar við innleiðingu og setningu mælikvarða. Podium var eitt 104 íslenskra fyrirtækja sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um loftlagsmál. Viljayfirlýsingin var afhent á loftslagsráðstefnunni í París.

http://festasamfelagsabyrgd.is/node/123

Podium tekur að sér að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun í sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Notaðir eru alþjóðlegir staðlar og viðmið, svo sem eins og GRI og Global Compact. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að fræða einstaklinga og fyrirtæki um áherslur í samfélagsábyrgð.

Podium hefur haldið fyrirlestra um samfélagsábyrgð í háskólum og víðar og ritstýrt samfélagsskýrslum fyrir stórfyrirtæki og sveitarfélög. Sjá dæmi um skýrslur sem Podium hefur unnið.

Screen Shot 2018-07-30 at 15.19.08Samfélagsskýrsla  (CCEP) http://www.ccep.is/library/Skrar/skyrsla.pdf

 

 

Screen Shot 2018-07-30 at 15.18.47Samfélagsskýrsla Íslandsbanka
https://www.islandsbanki.is/library/Skrar/IR/arsskyrsla-2017/ISB_Samfelagsskyrsla-2017.pdf

 

 

Þekkingarbrunnur:

Screen Shot 2018-07-31 at 11.23.03Podium veitir ráðgjöf eftir þekktum viðmiðum svo sem eins og eftir Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna, GRI, ISO 2600 og Clobal Compact viðmiðum sameinuðu þjóðanna. Í þennan þekkingarbrunn höfum við safnað saman ýmis konar þekkingu um samfélagsábyrgð. Helsti upplýsingabrunnurinn kemur frá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Festa
Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna
Forgangsmarkmið ríkisstjórnarinnar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Facebooksíða Heimsmarkmiðanna
Video um heimsmarkmiðin
Stöðuskýrsla Íslands um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Global Compact
Vefir og upplýsingaveitur
Staðlar og viðmið
Ritgerðir og rannsóknir
Loftslagsmarkmið
ESG Nastaq