Stefnumótun

Stefnumiðuð stjórnun er viðvarandi viðfangsefni hjá fyrirtækjum sem vilja ná árangri. Stefnan þarf að vera markmiðadrifin og skýr og innleiðing hennar markviss. Stjórnendaráðgjöf Podium felur í sér aðstoð við greiningu á fyrirtækinu og mótun nýrrar stefnu með starfsmönnum þess. Á vinnustofum er farið yfir hlutverk og stefnu ásamt framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins.

Notast er við faglega aðferðafræði sem við höfum tileinkað okkur í störfum fyrir fyrirtæki stór og smá. Í kjölfar nýrrar stefnu skapast tækifæri á hagræðingu. Með endurskoðun á verkefnum, starfsmannastefnu, kynningar- og samskiptastefnu auk annarra umbótaverkefna er fjalla um ferla, skipulag og  markaðsmál svo fátt eitt sé nefnt. Ráðgjafar Podium og samstarfsaðilar búa að áralangri reynslu úr íslensku atvinnulífi og stjórnmálaumhverfi. Innleiðing og setning mælikvarða er að okkar mati gríðarlega mikilvægt í mótun stefnu.

Breytingastjórnun 

Breytingar innan fyrirtækja og utan eru daglegt brauð og aðlögun er óumflýjanleg. Með aðferðum breytingarstjórnunar er mikilvægt að aðstoða starfsmenn við að skilja hvað stefnan gengur út á og hvaða hlutverki þeir gegna í heildarmyndinni. Þannig verða starfsmenn betur í stakk búnir til þess að takast á við þau verkefni sem framundan eru með samstilltu átaki.

Skipulag og framkvæmd við meiriháttar breytingar skiptir höfuð máli. Mannlegi þátturinn í breytingaferlinu er ekki síst mikilvægur og oftar en ekki ástæðan fyrir því að breytingar mistakast. Með boðskiptum og hvatningu, þjálfun og leiðsögn er mögulegt að virkja starfsmenn á jákvæðan hátt í gegnum breytingar.

Stuðningur við breytingar meðal stjórnenda er einkennandi fyrir fyrirtæki/stofnanir sem skera sig úr varðandi árangur. Það skiptir höfuðmáli að innleiða breytingarnar á faglegan hátt og eru ýmsar faglegar lausnir notaðar. Mikilvægast fyrir fyrirtæki er árangur og er skýr stefna oft lykillinn að góðum árangri. Oft vantar ekki annað en punktinn yfir i-ið til að ná því besta út úr starfsfólkinu og fyrirtækinu. Nauðsynlegt er að skilgreina mælikvarða á þann árangur sem breytingarnar eiga að skila.

Aðallega er stuðst við aðferðafræði  John P. Kotters við innleiðingu breytinga. Sjá hér 

Þjónustustefna

Podium aðstoðar fyrirtæki við að móta sér þjónustustefnu og setja sér markmið um framúrskarandi þjónustu. Í því getur falist að láta gera þjónustukannanir séu þær ekki til staðar. Útfrá útkomu þeirra eru markmiðin sett. Farið verður ofan í  þjónustuferlana, starfsmannamálin og þá þætti sem skipta mestu máli fyrir fyrirtækið í heildaránægju með þjónustu þess. Þjónusta er samkvæmt Philip Kotler: ,,Allar þær hagrænu aðgerðir þar sem útkoman er ekki áþreifanlega vara eða samsetning, er venjulega neytt á sama tíma og hún er framleidd, og frammistaðan veitir þeim sem nýtur þjónustunnar eitthvert virði sem í eðli sínu er óáþreifanlegt.”

Markaðsstefna

Podium vinnur með fyrir­tækjum að mótun og skipu­lagn­ingu mark­aðs­mála auk þess að taka að sér að vera markaðsstjóri fyrir minni fyrirtæki. Mikilvægt fyrir markaðsstefnuna er að afla upplýs­inga um mark­aðinn og leggja áherslur á einstaka mark­hópa. Einnig þarf að setja markmið um sölu og stjórnun viðskipta­tengsla, þjón­ustu og mat á árangri. Þegar valdir eru miðlar þarf að gera sér grein fyrir möguleika hvers þeirra til að ná til viðskiptavinina. Áður var lífið tiltölulega einfalt þar sem helstu miðlarnir voru dagblöð, sjónvarp, útvarp, tímarit, bréfasendingar og auglýsingaskilti. Val á miðlum fer að mestu eftir venjum og hegðun markhópsins, vörunni og eðli hennar.

Samskiptastefna

Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir ýmsum valmöguleikum þegar þau eru að byggja upp ímynd sína. Ímynd er mikilvægasta eign fyrirtækja og stofnana og getur hæglega laskast vegna ytri aðstæðna. Podium veitir ráðgjöf við að móta samskiptastefnuna með því að tvinna saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatenglsum og samfélagslegri ábyrgð. Í því felst meðal annars ráðgjöf við öll helstu verkefni á sviði markaðsmála og almannatengsla, ss. markhópagreiningu, markaðsáætlun, skrif fréttatilkynninga, fjölmiðlasamskipti, innri markaðsmál og aðstoð við nýtingu samfélagsmiðla í markaðssetningu, framkomu í fjölmiðlum, skipulag funda og ráðstefna ásamt aðstoð við vefsíður.