Samskiptastefna

social-media-treeFyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir ýmsum valmöguleikum þegar þau eru að byggja upp ímynd sína. Ímynd er mikilvægasta eign fyrirtækja og stofnana og getur hæglega laskast vegna ytri aðstæðna. Podium veitir ráðgjöf við að móta samskiptastefnuna með því að tvinna saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatenglsum og samfélagslegri ábyrgð. Í því felst meðal annars ráðgjöf við öll helstu verkefni á sviði markaðsmála og almannatengsla, ss. markhópagreiningu, markaðsáætlun, skrif fréttatilkynninga, fjölmiðlasamskipti, innri markaðsmál og aðstoð við nýtingu samfélagsmiðla, framkomu í fjölmiðlum, skipulag funda og ráðstefna aðstoð við vefsíður.

Rödd fyrirtækisins

Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Við vinnum stefnumótun, markhópagreiningu og aðstoðum við val á þeim samfélagsmiðlum sem fyrirtækið ætti að sækja á. Einnig vinnum við í nánu samstarfi við ykkur með að móta ímynd fyrirtækisins og rödd þess á samfélagsmiðlum. Notkun á greiningartólum eins og Google analytics og facebook eru mikilvægur þáttur í notkun á samfélagsmiðlum sem markaðstæki.

Almannatengsl

Áfallastjórnun og upplýsingamiðlun eru mikilvægir þættir í rekstri fyrirtækja.  Mikilvægt er að fyrirtæki nái að stýra vel þeirri umræðu sem er um fyrirtækið á opinberum vettvangi. Hvað gerir þitt fyrirtæki þegar vonda fréttin birtist? Er til ferli fyrir viðbrögð við áföllum sem fyrirtækið verður fyrir og skipulag um samskipti og upplýsingamiðlun til fjölmiðla?

Það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki miðli upplýsingum úr starfsemi sinni til starfsmanna, almennings og fjölmiðla á heiðarlegan og skipulagðan hátt. Samfélagsmiðlarnir eru oft fyrstir með fréttirnar. Þú þarf að vera tilbúinn. Podium getur haldið námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja í áfallastjórnun og upplýsingamiðlun, stýrt vinnustofum  þar sem markmiðin eru stefnumótun, markmiðasetning og átak til stuðnings ímynd fyrirtækisins.

Markaðsmál

Markaðsmál fela í sér blöndu af markaðstækjum. Áður en stefnan er mótuð þarf að fara fram greining sem  með lykilstarfsmönnum, mæling á ímynd og setning mælikvarða.  Mikilvægt er að tvinna saman tæki og tól til markaðssetningar eftir því hverjar áherslur fyrirtækisins eru. Það getur falið í sér beina markaðssetningu, auglýsingar, notkun samfélagsmiðla, almannatengsl, viðburði, gagnvirka markaðssetningu og persónulega sölu svo fátt eitt sé talið. Innleiðing og mæling á árangri skiptir miklu máli..

Samfélagsábyrgð

IMG_0964Podium ehf. gekk í Festu á árinu en Festa er þekkingarmiðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Podium hefur sett sér það markmið að hafa áhrif á fyrirtæki með því að benda þeim á leiðir til þess að auka meðvitund um ábyrgð sína í samfélaginu. Með inngöngu sinni í Festu tekur fyrirtækið þátt í mótun samfélagsábyrgðar á Íslandi. Podium notar viðurkenndar aðferðir við mótun á samfélagsstefnu og aðstoðar við innleiðingu og setningu mælikvarða. Podium var eitt 104 íslenskra fyrirtækja sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um loftlagsmál. Viljayfirlýsingin var afhent á loftslagsráðstefnunni í París á síðasta ári.

Viðburðastjórnun

GudrunFyrirtæki geta notað viðburði eins og veislur og ráðstefnur til þess að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri. Það getur verið leið fyrirtækisins til þess að láta rödd sína heyrast yfir skarkala samfélagsins. Ef þú hefur eitthvað að segja sem skiptir máli getur góður viðburður verið góð leið til þess. Við hjá Podium höfum margra ára reynslu í viðburðastjórnun eins og aðalfundum, ráðstefnum, árshátíðum, fimleikasýningum og pólitískum viðburðum ýmis konar. Það skiptir máli að viðburðurinn sé faglegur og vel sé haldið utan um gesti fyrirtækisins. Einn atburðanna sem Podium skipulagði var Strategíudagurinn í Hörpu.