Eva Magnúsdóttir

Eva1Eva Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf. en fyrirtækið var stofnað í upphafi ársins 2015. Eva hefur umfangsmikla reynslu af stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Hún hefur leitt stefnumótun fyrirtækja fyrir Podium. Hún sat í framkvæmdastjórn Mílu til fjölda ára og leiddi þar breytingar og stefnumótun auk þess að stýra þjónustu- sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins. Eitt verkefnanna var þróun og markaðssetning á vefsíðunni www.livefromiceland.is sem varð heimsfræg í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Eva gegndi jafnframt stöðu forstöðumanns samskipta hjá Símanum til margra ára og var talsmaður fyrirtækisins. Um tíma starfaði hún sem ráðgjafi hjá KOM og sá þar um gerð samskipta- og markaðsáætlana fyrir fyrirtæki og eftirfylgni þeirra. Hún starfaði einnig sjálfstætt sem blaðamaður  auk þess að ritstýra Helgarblaði DV. Hún hefur mikla reynslu í notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu. Eva hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna og tekið þátt í stjórnmálastarfi. Hún var varaþingmaður Suðvesturkjördæmis  2010-2014 og formaður fræðslunefndar í Mosfellsbæ og varabæjarfulltrúi til fjölda ára. Eva leiddi uppbygginarstarf Fimleikadeildar Aftureldingar þar sem hún sat í stjórn í 9 ár. Hún sat einnig í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í þrjú ár sem formaður.

Eva hefur setið fjölda námskeiða um samfélagsábyrgð og hefur veitt ráðgjöf, kennt og haldið fyrirlestra um málefnið. Hún er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Að auki lauk hún B.Sc gráðu í þjóðháttafræði, leikhús- og kvikmyndafræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.Síminn hjá Evu er: 858 6301.

Ísabella Ýr Finnsdóttir
Ísabella Ýr Finnsdóttir sér um bókhald og heimasíðu fyrirtækisins. Hún Ísótekur einnig þátt undirbúningi og viðveru á ráðstefnum og fundum og tekur þátt í ráðgjafarverkefnum um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Ísabella er nemi á þriðja ári í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.Ísabella starfaði hjá Epli í sumar við tækniaðstoð. Hún hefur jafnframt starfað hjá Útilífi með skóla og í bókhaldsdeild Mílu og móttöku. Hún var yfirþjálfari yngri hópa og fimleikaþjálfari hjá Fimleikadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ í nokkur ár. Ísabella var sýningarstjóri á jólasýningum deildarinnar og sá um skipulagningu  móta sem deildin hélt.

Ísabella útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands fyrir þremur árum en hún hefur jafnframt lokið fimleikanámskeiðum hjá FSÍ og kóreugrafíu námskeiði hjá FSÍ.

Síminn hjá Ísabellu er 849 8899.

Podium ehf., Leirvogstungu 20, 270 Mosfellsbæ, podium@podium.is