Atarna

Atarna
Stina4Podium er í góðu samstarfi við fyrirtækið Atarna en framkvæmdastjóri þess er Kristín María Ingimarsdóttir. Kristín er gríðarlega reynslumikil sem hönnuður, teiknari og listrænn hreyfimyndahönnuður. Kristín hefur verið sjálfstætt starfandi frá 2005 en áður starfaði hún við grafíska hönnun og hreyfimyndagerð fyrir auglýsingastofuna Hvíta Húsið. Hún hefur jafnframt starfað fyrir Saga Film, Stöð 2 og við hreyfimyndagerð við  Colossal Pictures, San Francisco. Kristín starfar samhliða sem kennari við FMOS, framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún gaf út bókina „Strengir á tímaflakki“ ásamt meðhöfundum. Sem leiðbeinandi og kennari hefur Kristín María oft þurft að stjórna námskeiðum og halda utan um hluti þannig að allt sé til staðar, skipuleggja vettvangsferðir og fylgja verkefnum eftir. Kristín hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir starf sitt og list. Þar má nefna hönnunarverðlaun FÍT í flokki umbúða, starfslaun listamanna, styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, Film Art Foundation, San Francisco og Princess Grace Award, Princess Grace Foundation, New York.