firma1
topoftheworld

Podium ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem miðar að því að styrkja stjórnendur fyrirtækja í mótun stefnu og innleiðingu hennar með sérstakri áherslu á markaðs- og samskiptamál. Áratugareynsla Podium og samstarfsaðila fyrirtækisins leggur áherslu á faglega ráðgjöf og úrlausnir í stefnumótun og innleiðingu með aðferðum breytingastjórnunar.

Podium aðstoðar þig við að byggja upp jákvæða ímynd í kringum fyrirtækið þitt og hjálpar þér að láta rödd þína heyrast í samfélaginu. Uppbygging á samskiptastefnu felur í sér að tvinnaðar eru saman áherslur í markaðsmálum sem nýta tiltæka miðla. Almannatengsl eru hluti af samskiptastefnu og er rödd fyrirtækisins á samfélagsmiðlum mótuð. Það skiptir einnig miklu máli fyrir fyrirtæki að móta stefnu sína í samfélagsábyrgð.

Podium er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur skrifað undir samning um að minnka áhrif gróðurhúsalofttegunda í heiminum og ætlar að hafa jákvæð áhrif á fyrirtæki sem unnið er fyrir með faglegri ráðgjöf.